Veiðar á makríl gætu hafist eftir um fjóra mánuði. Ekki liggur enn fyrir hvernig stjórnun verður háttað en útgerðarmenn telja ekki eftir neinu að bíða að úthluta makrílheimildum á skip, lög um það séu skýr.
Talið er að mikil verðmæti hafi farið í súginn í „kapphlaupinu“ sem var við makrílveiðarnar á síðasta ári.
Á undanförnum fjórum árum hafa íslensk skip veitt um 270 þúsund tonn af makríl. Uppsjávarskipin, 31 að tölu, hafa veitt 99,99% af þeim afla en 108 smærri bátar afganginn.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.