Tengir Icesave við ESB-aðildarviðræður

Maxime Verhagen.
Maxime Verhagen.

Hollendingar munu hafa hliðsjón af samningaviðræðum við Íslendinga um Icesave-málið þegar þeir taka afstöðu til þess hvort Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Íslendinga.

Þetta segir Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands. Hann er staddur á utanríkisráðherrafundi Evrópusambandsins í Cordoba á Spáni og svaraði þar spurningum Reutersfréttastofunnar um mögulegar aðildarviðræður við Ísland.

„Við höfum verið í samningaviðræðum við Íslendinga um Icesave-málið. Ég reikna með að það leysist. Við munum taka tillit til þess máls þegar við tökum ákvörðun um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Íslendinga," sagði Verhagen við Reuters.

Hann vildi ekki svara spurningum um hvort Hollendingar hygðust koma í veg fyrir aðildarviðræður við Íslendinga eða ekki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert