Um 40% kjörsókn í Reykjavík

Kjörseðillinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag.
Kjörseðillinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Reuters

Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin er með ágætum en þó minni en í þingkosningunum á síðasta ári. Klukkan 17 höfðu um 38% greitt atkvæði á landinu öllu. Í Reykjavíkurkjördæmunum báðum höfðu rúmlega 39% greitt atkvæði.

Í Suðvesturkjördæmi  höfðu 28.182 kosið klukkan 18 sem er 47,5% kjörsókn. Í Alþingiskosningum 2009 höfðu 34372 kosið á sama tíma eða 59,1%.

Á Akureyri höfðu 5701 greitt atkvæði klukkan 18 sem er 43,9% kjörsókn. Á sama tíma í síðustu alþingiskosningum var kjörsókn þar 55,16%. 

Flestir kjörstaðir eru opnir til kl. 22 í kvöld og ráðgert er að fyrstu tölur berist fljótlega upp úr því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert