„Við erum fólk en ekki fé“

Ekki rituðu allir mótmælendur á skilti sín ensk slagorð.
Ekki rituðu allir mótmælendur á skilti sín ensk slagorð. Reuters

Allt að eitt þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli í dag, börðu á potta og pönnur og kölluðu slagorð. Meðal annars hvatti fólkið Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Mótmælendur náðu eyrum erlendra fjölmiðla sem gera útifundinum vel skil.

Hagsmunasamtök heimilanna boðuðu til fundarins ásamt fleiri grasrótarsamtökum. Fyrst fór fram kröfuganga og var gengið frá Hlemmi niður að Austurvelli. Þar mátti m.a. heyra slagorðin: „Við erum fólk en ekki fé“ og „Jóhanna, farðu að kjósa“. Þar að auki mættu margir með skilti og borða. Flestar voru áletranirnar á ensku og væntanlega til að ná eyrum erlendra fjölmiðla. Það virðist hafa tekist enda fjallað um atkvæðagreiðsluna og mótmælin í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert