Engir fundir boðaðir enn

Eng­ir samn­inga­fund­ir með Bret­um og Hol­lend­ing­um hafa verið boðaðir enn, að sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra, en ís­lenska samn­inga­nefnd­in er til­bú­in til frek­ari funda­halda. Stein­grím­ur seg­ir fund með for­mönn­um allra flokka ráðgerðan á næst­unni.

Þing­flokks­fund­ir allra flokka eru fyr­ir­hugaðir eft­ir há­degi og þing­fund­ur helst kl. 15 með munn­legri skýrslu Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra um stöðu Ices­a­ve-mála. Stein­grím­ur sagðist í sam­tali við mbl.is ekki telja, miðað við dag­skrá dags­ins, að fund­ir með for­mönn­um flokk­anna, yrðu fyrr en þá eft­ir þing­fund síðdeg­is eða í kvöld.

„Við erum að skoða hvernig mál­um verður fram haldið og eng­ar ákv­arðanir verið tekn­ar sem hægt er að segja frá. Það skýrist von­andi í dag," sagði Stein­grím­ur.

Íslenska sendi­nefnd­in kom heim frá Lund­ún­um á föstu­dags­kvöld og Lee Buchheit, sem farið hef­ur fyr­ir nefnd­inni, er kom­inn til sinna heim­kynna í Banda­ríkj­un­um. Stein­grím­ur sagðist verða í sam­bandi við hann í dag.

Steingrímur J. Sigfússon.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son. Heiðar Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert