Engir fundir boðaðir enn

Engir samningafundir með Bretum og Hollendingum hafa verið boðaðir enn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, en íslenska samninganefndin er tilbúin til frekari fundahalda. Steingrímur segir fund með formönnum allra flokka ráðgerðan á næstunni.

Þingflokksfundir allra flokka eru fyrirhugaðir eftir hádegi og þingfundur helst kl. 15 með munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um stöðu Icesave-mála. Steingrímur sagðist í samtali við mbl.is ekki telja, miðað við dagskrá dagsins, að fundir með formönnum flokkanna, yrðu fyrr en þá eftir þingfund síðdegis eða í kvöld.

„Við erum að skoða hvernig málum verður fram haldið og engar ákvarðanir verið teknar sem hægt er að segja frá. Það skýrist vonandi í dag," sagði Steingrímur.

Íslenska sendinefndin kom heim frá Lundúnum á föstudagskvöld og Lee Buchheit, sem farið hefur fyrir nefndinni, er kominn til sinna heimkynna í Bandaríkjunum. Steingrímur sagðist verða í sambandi við hann í dag.

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert