Næst fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði?

„Ég tel að næsta skref sé að hugleiða hvort ekki sé rétt að setja fiskveiðistjórnunarmálið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, í viðtali við Fréttablaðið í dag.

„Það deilumál hefur klofið þjóðina í marga áratugi og ríkisstjórnin hefur einsett sér að leiða þær deilur til lykta. Það færi vel á því að mínu mati, að niðurstaða sáttanefndarinnar, sem nú er að störfum um málið, yrði lögð fyrir þjóðina."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert