Norðurál tilbúið að byrja

Frá framkvæmdum við álver Norðuráls í Helguvík.
Frá framkvæmdum við álver Norðuráls í Helguvík. Rax / Ragnar Axelsson

Framkvæmdir við byggingu álvers í Helguvík fara aftur í fullan gang um leið og orkufyrirtækin hafa gengið frá sínum undirbúningi, að sögn Ágústs Hafberg, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Vonast er til að það gerist ekki síðar en um mitt þetta ár.

Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði er bjartsýnn á að verkefnið komist af stað á næstu vikum eða mánuðum, eftir fund um atvinnumál sem bæjarstjórn efndi til í lok vikunnar. Ágúst segir að Norðurál hafi lokið sínum undirbúningi.

Búið sé að semja við alla helstu verktaka um verklegar framkvæmdir, efni og tæknibúnað. Í haust gerði Norðurál samkomulag við þrjá erlenda banka um að hafa umsjón með fjármögnun byggingar álversins.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert