Sænsk lán háð Icesave

Fredrik Reinfeldt.
Fredrik Reinfeldt. Reuters

Sænski hluti Norður­landalánapakk­ans til Íslands er áfram háður því að Íslend­ing­ar nái sam­komu­lagi um Ices­a­ve-málið við Breta og Hol­lend­inga, að sögn Fredriks Rein­feldts, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar. 

„Í okk­ar aug­um er það mik­il­vægt, og ég held að eins sé farið með alla aðila, að Ísland standi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar," hef­ur sænska frétta­stof­an TT eft­ir Rein­feldt. 

Norður­lönd­in fimm samþykktu á síðasta ári að lána Íslandi sam­tals 1,8 millj­arða evra, jafn­v­irði 315 millj­arða króna, í tengsl­um við efna­hags­áætl­un Íslands hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Fyrsti hluti láns­ins, 300 millj­ón­ir evra, var greidd­ur út í des­em­ber en næsti hluti átti að greiðast þegar ann­arri end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar yrði lokið hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Gert var ráð fyr­ir að sú end­ur­skoðun færi fram í janú­ar en hún hef­ur taf­ist og er það tengt Ices­a­ve-mál­inu. 

Rein­feldt sagði við TT, að hann skildi vel að Íslend­ing­ar væru arg­ir yfir því að þurfa að greiða skuld­bind­ing­ar einka­banka og að fjár­málakrepp­an hefði af­hjúpað veik­leika í alþjóðlega fjár­mála­kerf­inu.  

„Það er ekki hægt að líða, að fjár­mála­menn stingi hagnaðinum í eig­in vasa en skatt­greiðend­ur þurfi að greiða kostnað vegna lé­legs hag­vaxt­ar og mik­ill­ar skulda­söfn­un­ar. Og það gerðist ein­mitt á Íslandi." Rein­feldt ít­rekaði samt að Ísland verði að standa við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert