Undirbúningur samgöngumiðstöðvar langt kominn

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar. mbl.is

Undirbúningur nýrrar samgöngumiðstöðvar í Reykjavík er býsna langt komin og stutt í samkomulag milli ríkis og borgarinnar um stærð og staðsetningu, sagði Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, að loknum fundi nefndarinnar í morgun.

Á fundinum var m.a. var rætt um fjármögnun lífeyrissjóða á framkvæmdum á vegum ríkisins.

Guðbjartur sagði vegaframkvæmdir sem lífeyrissjóðirnir ætla að fjármagna bíða þar til tekin hefur verið ákvörðun um hvort taka eigi veggjöld, sem hefur verið til athugundar hjá samgönguráðuneytinu.

Eins og fram hefur komið er forvali vegna hönnunar nýs Landspítala lokið, en lífeyrissjóðirnir munu taka þátt í að fjármagna byggingu spítalans. Voru fimm hönnunarteymi valin til að taka þátt í samkeppni um hönnun spítalans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert