Bruggtækin dregin fram að nýju

Hátt áfengisverð hefur leitt marga út í bruggið
Hátt áfengisverð hefur leitt marga út í bruggið

Vegna stórhækkaðs verðs á áfengi hefur áhugi á heimabruggun færst í vöxt á á ný, ef marka má upplýsingar frá verslunum sem bjóða upp á efni og tæki til víngerðar. Mestur virðist áhuginn vera á léttvínum en einnig bjór. Minna er vitað um bruggun á landa í heimahúsum en samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á suðvesturhorni landsins; höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Selfossi, hefur bruggmálum ekki fjölgað á árinu, þar sem hald er lagt á ólöglegt áfengi.

Tölfræðin segir þó ekki alla söguna. Þannig hefur lögreglan á Suðurnesjum fengið fleiri tilkynningar um að aukning sé á neyslu landa, sérstaklega á meðal unglinga.

Axel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ámunnar, segir sölu á víngerðarefnum hafa aukist jafnt og þétt síðustu mánuðina. Aukningin sé í flestum tegundum en sem fyrr sé rauðvínið vinsælast. Einnig nefnir hann aukinn áhuga á efnum til bjórgerðar. „Menn finna greinilega fyrir hækkuninni í verslunum ÁTVR,“ segir Axel.

Hann segir viðskipti gegnum vef Ámunnar, aman.is, hafa aukist en ráðgerðar séu endurbætur á þeirri þjónustu.

Á tímum góðærisins hér á landi, frá 2004 fram að bankahruninu, var takmarkaður áhugi meðal landsmanna á heimabruggun, að sögn Axels, og rekstur Ámunnar því erfiður á þeim tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert