Ekki bankans að upplýsa

Arion banki
Arion banki Árni Sæberg

Finn­ur Svein­björns­son, banka­stjóri Ari­on banka, seg­ir að það sé ekki bank­ans að upp­lýsa um til­urð skulda ein­stakra viðskipta­manna, spurður um það hvers vegna orðróm­ur um skuld­ir Björgólfs Guðmunds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hafi ekki verið leiðrétt­ur. Bank­inn tjái sig aldrei um mál ein­stakra viðskipta­manna. Finn­ur seg­ir seg­ir kröfu Ari­on banka á hend­ur feðgun­um í úr­vinnslu- og inn­heimtu­ferli.

Nýja Kaupþing krafðist þess í síðasta ári, að feðgarn­ir Björgólf­ur Guðmunds­son og Björgólf­ur Thor Björgólfs­son greiddu bank­an­um skuld við bank­ann, sem þeir væru í per­sónu­legri ábyrgð fyr­ir og sem þá nam um 4,9 millj­örðum króna auk drátt­ar­vaxta. Var full­yrt í fjöl­miðlum og því ekki mót­mælt af hálfu bank­ans eða Sam­son­ar þá, að skuld­in væri vegna kaupa Sam­son­ar á Lands­bank­an­um árið 2003 en Sam­son er nú gjaldþrota.

Í yf­ir­lýs­ingu frá fyrr­ver­andi eig­end­um Sam­son­ar seg­ir að lán sem Sam­son fékk hjá Búnaðarbank­an­um árið 2003 til að greiða hluta af kaup­verði Lands­bank­ans hafi verið að fullu greitt með áfölln­um vöxt­um á gjald­daga í apríl árið 2005.

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka.
Finn­ur Svein­björns­son, banka­stjóri Ari­on banka.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert