Ekki bankans að upplýsa

Arion banki
Arion banki Árni Sæberg

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir að það sé ekki bankans að upplýsa um tilurð skulda einstakra viðskiptamanna, spurður um það hvers vegna orðrómur um skuldir Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar hafi ekki verið leiðréttur. Bankinn tjái sig aldrei um mál einstakra viðskiptamanna. Finnur segir segir kröfu Arion banka á hendur feðgunum í úrvinnslu- og innheimtuferli.

Nýja Kaupþing krafðist þess í síðasta ári, að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson greiddu bankanum skuld við bankann, sem þeir væru í persónulegri ábyrgð fyrir og sem þá nam um 4,9 milljörðum króna auk dráttarvaxta. Var fullyrt í fjölmiðlum og því ekki mótmælt af hálfu bankans eða Samsonar þá, að skuldin væri vegna kaupa Samsonar á Landsbankanum árið 2003 en Samson er nú gjaldþrota.

Í yfirlýsingu frá fyrrverandi eigendum Samsonar segir að lán sem Samson fékk hjá Búnaðarbankanum árið 2003 til að greiða hluta af kaupverði Landsbankans hafi verið að fullu greitt með áföllnum vöxtum á gjalddaga í apríl árið 2005.

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert