Fiskflutningabíll valt

Slökkviliðsmenn á vettvangi skammt frá Brimilsvöllum í morgun.
Slökkviliðsmenn á vettvangi skammt frá Brimilsvöllum í morgun. mbl.is/Alfons

Fisk­flutn­inga­bíll valt skammt aust­an við Ólafs­vík í morg­un. Var slökkvilið Snæ­fells­bæj­ar kallað út á sjötta tím­an­um í morg­un til aðstoðar öku­manni sem var fast­ur í bíln­um.

Bíll­inn valt skammt frá Brim­ilsvöll­um aust­an Ólafs­vík­ur. Slökkviliðið sendi þegar í stað tækja­bíl á vett­vang en þegar komið var á staðinn höfðu bíl­stjór­ar sem voru í sam­floti með fisk­flutn­inga­bíln­um losað öku­mann­inn úr hon­um.

ökumaður­inn slapp með minni­hátt­ar skrám­ur en fisk­flutn­inga­bíll­inn er tal­inn mikið skemmd­ur eða ónýt­ur eft­ir velt­una. Leiðinda veður er á Snæ­fellsnesi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert