Fiskflutningabíll valt skammt austan við Ólafsvík í morgun. Var slökkvilið Snæfellsbæjar kallað út á sjötta tímanum í morgun til aðstoðar ökumanni sem var fastur í bílnum.
Bíllinn valt skammt frá Brimilsvöllum austan Ólafsvíkur. Slökkviliðið sendi þegar í stað tækjabíl á vettvang en þegar komið var á staðinn höfðu bílstjórar sem voru í samfloti með fiskflutningabílnum losað ökumanninn úr honum.
ökumaðurinn slapp með minniháttar skrámur en fiskflutningabíllinn er talinn mikið skemmdur eða ónýtur eftir veltuna. Leiðinda veður er á Snæfellsnesi.