Flestir Álftnesinga vilja sameinast Garðabæ

Frá Álftanesi.
Frá Álftanesi. mbl.is/Golli

Mikill meirihluti Álftnesinga, sem tóku þátt í skoðanakönnun á laugardag, vill að sveitarfélagið sameinist öðru sveitarfélagi. 75,7% eru þessarar skoðunar en 17,7% eru því andvígir.

Flestir, eða 44,4%, vilja að Álftanes sameinist Garðabæ ef til slíks kemur en 34% vilja sameiningu við Reykjavík. 5,9% nefndu Hafnarfjörð og 2,8% Kópavog.

Skoðanakönnunin fór fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag. Þátt tóku 1134 einstaklingar og er það 64% þátttökuhlutfall.

Í samkomulagi bæjarstjórnar Álftaness og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er gert ráð fyrir því að bæjarstjórn hefji þegar viðræður við önnur sveitarfélög um hugsanlega sameiningu. Stóð bæjarstjórnin fyrir skoðanakönnuninni til að undirbúa slíkar viðræður.  

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert