Fornritin góð heimild um veður

Landnámabók er varðveitt í Árnastofnun. Hún reynist vera býsna góð …
Landnámabók er varðveitt í Árnastofnun. Hún reynist vera býsna góð heimild um veðurfar. Þorkell Þorkelsson

Vísindamenn sem rannsökuðu íslenskar skeljar segja að súrefnissamsætur í skeljunum kunni að vera besta heimildin, sem hingað til hefur þekkst, um loftslagsbreytingar á heimsvísu. Skeljarnar sýna að íslensku fornritin eru nokkuð nákvæm heimild um veðurfar.

Flestar mælingar um loftslag til forna sýna einungis meðalhitastig, að sögn William Patterson, sérfræðings í samsætum við háskólann í Saskatchewan í Saskatoon í Kanada og aðalhöfundar skýrslunnar, í samtali við Nature News. Þetta kemur fram hjá sifynews.

Lindýr eru í stöðugum vexti. Styrkur ýmissa súrefnissamsæta í skeljum þeirra er breytilegur eftir hitastigi vatnsins sem þau lifa í. Því kaldara sem vatnið er þess meiri verður styrkur þungrar súrefnissamsætu (oxygen-18). Vatns- eða sjávarhitinn á grunnu vatni er í nánu sambandi við lofthitann.

Rannsakaðar voru 26 skeljar sem fundust í setlagakjörnum sem teknir voru í íslenskum flóa. Skeljarnar lifa yfirleitt í tvö til níu ár hver. Samsætuhlutfallið í hverri skel gefur því upplýsingar um ástand umhverfisins á ævi skeljarinnar. 

Þjarki var notaður til að taka örþunnar sneiðar af hverjum vaxtarhring skeljanna og síðan var hlutfall samsætanna mælt.  Þanig var hægt að lesa úr skeljunum hvernig hitastigið sveiflaðist.

Eitt af markmiðum Pattersons var að sannreyna gamlar ritaðar heimildir hér á landi um veðurfarið. Rannsóknin sýndi að íslensku fornritin voru tiltölulega nákvæm heimild. 

Þannig greinir Landnámabók frá slíku hallæri að menn lögðu sér til munns hrafna og refi og að gömlum og veikburða var hent fyrir björg. Skeljarnar staðfesta að þá hafi komið kuldaskeið þegar sjávarhiti að sumri náði einungis 5°-6°C hita í stað 7,5°-9,5°C hita einni öld fyrr. 

Gögn Pattersons sýna einnig ýmsar loftslagsbreytingar sem sagnfræðingar höfðu skráð á bækur. Þannig var hlýskeið á tímum Rómverja, kuldaskeið á hinum dimmu miðöldum og hlýskeið á þeim tíma þegar Ísland var numið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka