Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kaus gegn Icesave

Jón Bjarnason kaus gegn Icesave-lögunum sem hann samþykkti á Alþingi.
Jón Bjarnason kaus gegn Icesave-lögunum sem hann samþykkti á Alþingi. Morgunblaðið/Ómar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kaus gegn Icesave-lögunum á laugardag en hann, líkt og aðrir stjórnarþingmenn, samþykkti lögin þegar greidd voru atkvæði um þau á Alþingi.

Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst hefði verið að betri samningar voru í kortunum. Hann hefði kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem borgari þessa lands.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og varaformaður vinstri grænna, fór á kjörstað en vildi ekki gefa upp hvernig hún kaus.

Samfylkingarþingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Kristján L. Möller, Magnús Orri Schram, Skúli Helgason og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fóru ekki á kjörstað. Róbert Marshall, Samfylkingu, fór á kjörstað og skilaði auðu.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert