Miðstjórn Samiðnar samþykkti í gær harðorða ályktun um stöðu efnahagsmála. Í henni er lýst yfir miklum vonbrigðum með aðgerðarleysi stjórnvalda og þá stöðnun sem við blasir í samfélaginu.
Meðal annars er í ályktuninni lýst vantrausti á þá þingmenn sem „spila á efnahagserfiðleika þjóðarinnar sér til framdráttar“. Þá segir að ef engin raunhæf úrræði komi fram á næstu vikum stefni í næsta hrun.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.