Segja stofnanir borgarinnar undirmannaðar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Margar stofnanir Reykjavíkurborgar eru undirmannaðar vegna niðurskurðar og um leið hefur verkefnum fjölgað og víða gengið á kjör starfsmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktunum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

„Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar krefst þess að viðsemjendur umgangist gerða launasamninga af virðingu og að unnið verði í nánu samráði við starfsmenn og stéttarfélög að finna aðrar leiðir en launaskerðingu og uppsagnir til að hagræða í rekstri. Margar stofnanir eru undirmannaðar vegna niðurskurðar um leið hafa verkefni aukist og víða gengið á kjör starfsmanna. Við þetta verður ekki unað," segir m.a. í ályktun aðalfundar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um kjaramál sem haldinn var í gær.

Auk ályktunar um kjaramál samþykkti fundurinn ályktanir um atvinnumál, samfélagsmál, jafnréttismál og verðtryggingu en þar er því beint til stjórnar félagsins og stjórnar BSRB að þær beiti sér fyrir því að skoðað sé í fullri alvöru að afnema verðtryggingu.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert