Vilja fá að vita hvað ber á milli

Heimasíða Icesave netbankans sáluga.
Heimasíða Icesave netbankans sáluga. Reuters

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir því á símafundi með Lee Buchheit, formanni íslensku Icesave-samninganefndarinnar í hádeginu í dag, að fá það skriflega hvað ber á milli samninganefndar Íslendinga og samningamanna Breta og Hollendinga.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sat fundinn. Hún taldi að í raun hafi lítið nýtt gerst.  „Við báðum um að fá á blaði hvað stendur á milli okkar og þeirra,“ sagði Birgitta. Hún taldi það góðs vita að enn væri verið að ræða saman.

„Mér finnst vanta inn í þetta að meirihluti þjóðarinnar sagði nei, takk. Það ætti að vera meiri vigt í því,“ sagði Birgitta. Hún telur að þessi mál muni skýrast á næstu viku.

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert