Vilja gangagjald í Herjólf

Vestmannaferjan Herjólfur.
Vestmannaferjan Herjólfur. mbl.is

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja hef­ur lagt það til við Vega­gerðina að tekið verði upp svipað af­slátt­ar­kerfi far­gjalda í Herjólf þegar hann hef­ur sigl­ing­ar í Land­eyja­höfn og notað er í Hval­fjarðargöng­in. Kem­ur þetta fram á vef Eyja­f­rétta. Það hefði í för með sér að þeir sem nota ferj­una mikið eiga kost á að kaupa fyr­ir­fram kort með stig­hækk­andi af­slætti.  Mesti af­slátt­ur­inn yrði þá á 100 ferða korti og myndi hver ferð kosta 259 krón­ur á meðan fullt gjald væri 900 krón­ur.
  Vest­manna­eyja­bær áætl­ar að heild­ar­kostnaður heim­ila í Vest­manna­eyj­um vegna sam­gangna milli lands og Eyja geti hæg­lega verið milli þrjú hund­urð og fjög­ur hundruð millj­ón­ir á ári. Þannig gæti hver fjög­urra manna fjöl­skylda verið að greiða rúm­ar 300 þúsund­ir á ári í sam­göng­ur.  Bær­inn vill þess vegna að af­slátt­ur verði auk­inn og hon­um beint sér­stak­lega að stór­not­end­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert