Bæjarráð Vestmannaeyja hefur lagt það til við Vegagerðina að tekið verði upp svipað afsláttarkerfi fargjalda í Herjólf þegar hann hefur siglingar í Landeyjahöfn og notað er í Hvalfjarðargöngin. Kemur þetta fram á vef Eyjafrétta. Það hefði í för með sér að þeir sem nota ferjuna mikið eiga kost á að kaupa fyrirfram kort með stighækkandi afslætti. Mesti afslátturinn yrði þá á 100 ferða korti og myndi hver ferð kosta 259 krónur á meðan fullt gjald væri 900 krónur.
Vestmannaeyjabær
áætlar að heildarkostnaður heimila í Vestmannaeyjum vegna samgangna
milli lands og Eyja geti hæglega verið milli þrjú hundurð og fjögur
hundruð milljónir á ári. Þannig gæti hver fjögurra manna fjölskylda
verið að greiða rúmar 300 þúsundir á ári í samgöngur. Bærinn vill þess vegna að afsláttur verði aukinn og honum beint sérstaklega að stórnotendum.