Hefur áhrif á þúsundir flugfarþega

Verkfall flugumferðarstjóra hefur áhrif á ferðir um fimm þúsund farþega …
Verkfall flugumferðarstjóra hefur áhrif á ferðir um fimm þúsund farþega hjá Icelandair. mbl.is/Brynjar Gunnarsson

Verk­fall flug­um­ferðar­stjóra mun að lík­ind­um hafa áhrif á ferðir um fimm þúsund farþega hjá Icelanda­ir í dag, seg­ir Guðjón Arn­gríms­son, talsmaður flug­fé­lags­ins. Flug­um­ferðar­stjór­ar fóru í fjög­urra klukku­st­anda verk­fall klukk­an sjö í morg­un.

Fimm vél­ar Icelanda­ir áttu að fara frá Kefla­vík­ur­flug­velli milli klukk­an hálf átta og níu, en þær áttu að fljúga til Norður­land­anna og Bret­lands. Í þeim vél­um eru bókaðir um átta hundruð farþegar. Ver­fallið mun einnig valda seink­un á vél­um frá Evr­ópu til Íslands, og loks vænt­an­lega hafa keðju­verk­andi áhrif á flug til Am­er­íku síðdeg­is.

Ekki náðist í for­svars­mann Ices­land Express, en eng­in vél flug­fé­lags­ins átti að fljúga á þeim tíma sem verk­fallið stend­ur yfir.

Hef­ur þetta áhrif á ein­hvern sem þú þekk­ir - ein­hvern sem á pantað tengiflug. Hafðu sam­band við mbl.is á net­frett@mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert