Flugferðir frestast um fjóra tíma

Vél Flugfélags Íslands flýgur yfir Öskjuhlíðina
Vél Flugfélags Íslands flýgur yfir Öskjuhlíðina mbl.is/Ómar

Samningafundi flugumferðarstjóra og viðsemjenda lauk hjá ríkissáttasemjara á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir um sjö tíma viðræður. Ekki náðist samkomulag og hefst  fyrsta verkfall flugumferðarstjóra nú klukkan 7 eins og boðað var.

Verkfallið stendur í fjórar klukkustundir eða til kl. 11 og veldur röskunum á bæði innanlands- og utanlandsflugi. Fimmtán flugferðir eru þannig áætlaðar innanlands með um fjögur hundruð farþega. Þær fara aftur á áætlun um leið og verkfalli lýkur.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, má búast við að allar flugferðir til Evrópu tefjist til kl. 11 í það minnsta. Fimm vélar eiga að fara frá Keflavíkurflugvelli á meðan verkfalli stendur og á milli sjö og átta hundruð farþegar eiga bókað far. Guðjón vonast til að keðjuverkunaráhrif verði lítil en þó er ekki ólíklegt að einhverjar raskanir verði á flugferðum frá Evrópu síðdegis.

Hafa dregist aftur úr

Flugumferðarstjórar hafa ekki viljað gefa upp kröfur sínar í smáatriðum, að öðru leyti en því að krefjast sambærilegra launahækkana og flugmenn og flugfreyjur, sem nýverið náðu fram um 6% launahækkun. Ottó Eiríksson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði nýverið í samtali við Morgunblaðið að menn sínir hafi dregist verulega aftur úr flugmönnum í launum á síðustu árum.

Í gærkvöldi bar enn nokkuð í milli samningsaðila.

Þeir farþegar sem eiga bókað flug til Evrópu í fyrramálið geta fylgst með brottfarartímum á textavarpinu og á síðu Icelandair.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert