Haldi málstaðnum á lofti

Jeremy Smith.
Jeremy Smith.

Sá breytti tónn sem greina má í yfirlýsingum Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um Icesave-deiluna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta laugardag er til vitnis um aukinn samningsvilja Breta.

Þetta er mat Jeremy Smith, stjórnanda baráttusamtakanna Advocacy International, sem telur að Íslendingar þurfi að nýta næstu vikur til að draga athyglina að málinu í Hollandi og Bretlandi.

Þrátt fyrir áhuga baráttufólks í Bretlandi þurfi Íslendingar sjálfir að koma að slíkum aðgerðum, en í þessu samhengi má rifja upp að mannekla hefur seinkað fyrirhugaðri herferð samtakanna Jubilee í Bretlandi um að komið verði til móts við Ísland í deilunni.

Smith og kona hans Ann Pettifor, stofnandi Advocacy International, lýstu nýverið yfir andstöðu við kröfur Breta í Morgunblaðsgrein en þau telja að ekki sé hægt að senda íslenskum almenningi reikninginn.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert