Kjaramál Norðuráls rædd hjá ríkissáttasemjara

Álver Norðuráls í Hvalfirði.
Álver Norðuráls í Hvalfirði. Árni Sæberg

Boðaður hefur verið til  fundar hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls klukkan 14 í dag en þetta er þriðji sáttafundurinn sem haldinn er undir handleiðslu sáttasemjara.

 Á vef Verkalýðsfélags Akraness kemur fram að á síðasta fundi setti ríkissáttasemjari deiluaðilum fyrir verkefni, sem var fólgið í því að skoða þrjú ágreiningsefni á milli aðilanna og reyna að finna lausn á þeim.

Sá fundur var haldinn í gær í Norðuráli, en það voru formaður Verkalýðsfélags Akraness ásamt aðaltrúnaðarmanni og trúnaðarmanni FIT sem sátu fundinn fyrir hönd samninganefndarinnar. Fyrir hönd Norðuráls sátu starfsmannastjórinn og forstjóri Norðuráls fundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka