Kjaramál Norðuráls rædd hjá ríkissáttasemjara

Álver Norðuráls í Hvalfirði.
Álver Norðuráls í Hvalfirði. Árni Sæberg

Boðaður hef­ur verið til  fund­ar hjá rík­is­sátta­semj­ara vegna kjara­samn­ings Norðuráls klukk­an 14 í dag en þetta er þriðji sátta­fund­ur­inn sem hald­inn er und­ir hand­leiðslu sátta­semj­ara.

 Á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness kem­ur fram að á síðasta fundi setti rík­is­sátta­semj­ari deiluaðilum fyr­ir verk­efni, sem var fólgið í því að skoða þrjú ágrein­ings­efni á milli aðil­anna og reyna að finna lausn á þeim.

Sá fund­ur var hald­inn í gær í Norðuráli, en það voru formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness ásamt aðal­trúnaðar­manni og trúnaðar­manni FIT sem sátu fund­inn fyr­ir hönd samn­inga­nefnd­ar­inn­ar. Fyr­ir hönd Norðuráls sátu starfs­manna­stjór­inn og for­stjóri Norðuráls fund­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert