Leikskólastarfsmenn safna mottu

Karlarnir á Leikskólanum Hörðuvöllum safna yfirvaraskeggi í mars.
Karlarnir á Leikskólanum Hörðuvöllum safna yfirvaraskeggi í mars.

Karlarnir á Leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að styðja gott málefni. Nú hafa þeir af sönnum íþrótta- og keppnisanda skráð sig í liðakeppni Krabbameinsfélagsins og ætla allir sem einn að safna mottu í mars. 

Það er mikilvægt að huga vel að forvörnum ekki síst þegar kemur að pungnum. Enda vita karlarnir á Hörðuvöllum að pungurinn er gríðarlega mikilvægur og leikskólinn má ekki við því að missa nein eistu. Karlarnir ætla því að safna mottum og skora á aðra leikskóla að gera slíkt hið sama.

Fylgjast má með söfnuninni á heimasíðu átaksins: karlarogkrabbamein.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert