Ljósabekkir verði bannaðir börnum

Ljósabekkur.
Ljósabekkur. mbl.is

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi á næstu vikum um að börnum og ungmennum yngri en 18 ára verði óheimil afnot af ljósabekkjum.

„Það eru klárlega mjög sterk tengsl milli sólbruna og sortuæxla, sem eru alvarlegasta gerð húðkrabbameina, og því verður þetta frumvarp lagt fram,“ segir Álfheiður.

Nú stendur yfir átak þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Því er einkum beint að fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert