Samstarf við stjórnarandstöðuna orðið aukaatriði

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hittust á fundi á nefndasviði Alþingis í gær.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hittust á fundi á nefndasviði Alþingis í gær. Kristinn Ingvarsson

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að ef rík­is­stjórn­in ætli að samþykkja að veita rík­is­ábyrgð fyr­ir höfuðstól vegna Ices­a­ve, fjár­magns­kostnaði, og að Ísland taki á sig alla áhættu í mál­inu, hvort sem er af framtíðar­virði eigna Lands­bank­ans eða vegna laga­legra óvissuþátta, „þá verður sú niðurstaða ekki feng­in með samþykki Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

„Rík­is­stjórn­in hef­ur í tvígang, án aðkomu stjórn­ar­and­stöðunn­ar, gengið frá mál­inu og það kæmi mér ekki á óvart að hún hygðist gera það í þriðja sinn,“ sagði Bjarni.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tek­ur í sama streng. „Það velt­ur á rík­is­stjórn­inni hvort hið þver­póli­tíska sam­starf um Ices­a­ve-samn­inga kem­ur til með að halda. Ef rík­is­stjórn­in ætl­ar að hverfa frá því sem ákveðið var í byrj­un, þá er ég ekki viss um að þessi samstaða haldi. Það er í raun og veru ekki hægt að hverfa frá því sem lagt var af stað með, sér­stak­lega ekki þegar við horf­um á hina af­drátt­ar­lausu niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um Ices­a­ve-málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert