Samstarf við stjórnarandstöðuna orðið aukaatriði

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hittust á fundi á nefndasviði Alþingis í gær.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hittust á fundi á nefndasviði Alþingis í gær. Kristinn Ingvarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef ríkisstjórnin ætli að samþykkja að veita ríkisábyrgð fyrir höfuðstól vegna Icesave, fjármagnskostnaði, og að Ísland taki á sig alla áhættu í málinu, hvort sem er af framtíðarvirði eigna Landsbankans eða vegna lagalegra óvissuþátta, „þá verður sú niðurstaða ekki fengin með samþykki Sjálfstæðisflokksins.“

„Ríkisstjórnin hefur í tvígang, án aðkomu stjórnarandstöðunnar, gengið frá málinu og það kæmi mér ekki á óvart að hún hygðist gera það í þriðja sinn,“ sagði Bjarni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng. „Það veltur á ríkisstjórninni hvort hið þverpólitíska samstarf um Icesave-samninga kemur til með að halda. Ef ríkisstjórnin ætlar að hverfa frá því sem ákveðið var í byrjun, þá er ég ekki viss um að þessi samstaða haldi. Það er í raun og veru ekki hægt að hverfa frá því sem lagt var af stað með, sérstaklega ekki þegar við horfum á hina afdráttarlausu niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar,“ sagði Sigmundur Davíð.

Sjá nánari umfjöllun um Icesave-málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert