Steingrímur Sigurgeirsson var í dag kjörinn nýr formaður Varðar-Fulltrúarráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fjölmennum aðalfundi Varðar sem haldinn var í Valhöll.
Steingrímur hann er stjórnsýslufræðingur að mennt með MPA gráðu frá Harvard. Steingrímur starfaði sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann hefur einnig starfað sem fréttastjóri og blaðamaður á Morgunblaðinu.
Hann var formaður hverfafélags Grafarholts. Hann gegndi starfi framkvæmdastjóra SUS og sat í stjórnum SUS og Heimdallar. Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi hafði gegnt embætti formanns sl. þrjú ár.