Tóbaksvarnir hafa haft áhrif

Tóbaksvarnir hafa haft áhrif til að draga úr reykingum.
Tóbaksvarnir hafa haft áhrif til að draga úr reykingum. AP

Ekki er hægt að sýna fram á áhrif einstakra varnaraðgerða gegn reykingum, að sögn Viðars Jenssonar, verkefnisstjóra tóbaksvarna hja Lýðheilsustöð. Þannig er ekki unnt að sýna sérstaklega hvaða áhrif bann við sýnileika tóbaks frá 2001 hefur haft en ljóst er að tóbaksvarnir hafa skilað árangri.

Viðar benti á að jafnframt banninu við sýnileika tóbaks 2001 hafi einnig tekið gildi bann við umfjöllun um tóbak í fjölmiðlum nema til að vara við skaðsemi þess. Þá voru einnig sett lög um tóbakssöluleyfi. Viðar sagði að við það hafi sölustöðum tóbaks fækkað, því ekki sóttu allir sem selt höfðu tóbak um slíkt leyfi.

Tóbaksfyrirtækið Phillip Morris, sem hefur stefnt norska ríkinu vegna nýlegra lag sem banna verslunareigendum að hafa tóbaksvörur sýnilegar. Blaðið Dagens Næringsliv hafði eftir  Anne Edwards,  talsmanni Philip Morris International, engar vísindalegar sannanir séu fyrir því, að bann við að hafa tóbaksvörur sýnilegar í söluturnum og matvöruverslunum dragi úr reikningum.

Viðar sagði ljóst að töluverður árangur hafi náðst í baráttunni gegn reykingum frá árinu 2001 eins og kannanir sýni. Hann vitnaði í skýrslu  um könnun á umfangi reykinga, sem gerð var í fyrra, þar sem fram komi greinilega hve mikið hefur dregið úr reykingum.

Á bls. 16 í skýrslunni eru birt línurit sem sýna þróun í tíðni reykinga. Það sýnir að jafnt og þétt hefur dregið úr reykingum. Viðar benti á að árið 2007 hafi tekið gildi bann við reykingum á kaffihúsum og öðrum veitingastöðum. Talsvert hafi dregið úr reykingum síðan.

Hvað varðar lögsókn tóbaksframleiðandans Phillip Morris gegn norska ríkinu sagði Viðar að Norðmenn segi að fyrst tóbaksfyrirtækið hafi áhyggjur af banninu sá séu tóbaksvarnarmenn örugglega á réttri leið! 

Viðar sagði að margar þjóðir hafi óskað eftir upplýsingum um áhrif sýnileikabannsins frá 2001 og dóm Hæstaréttar frá 2006 sem m.a. snerist um bannið. „Margar þjóðir hafa tekið þetta upp eða ætla að gera það. Það hefur verið töluverður áhugi á að taka upp svipað bann og við erum með,“ sagði Viðar.

Hann sagði að ágætlega hafi tekist að framfylgja banninu gegn sýnileika tóbaks og auðvelt sé að fylgjast með framfylgd þess. Sjáist tóbakið þá sé bannið brotið.

Línuritið sýnir hve mikið hefur dregið úr tíðni reykinga.
Línuritið sýnir hve mikið hefur dregið úr tíðni reykinga. www.lydheilsustod.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert