Vill lög á flugumferðarstjóra

„Ég er þeirr­ar skoðunar að það eigi að beita laga­setn­ingu á svona aðgerðir sem koma öll­um illa og skaða bein­lín­is þá hags­muni sem Íslend­ing­ar sem þjóð þurfa að full­kom­inn vörð um í dag,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, en hann tel­ur að setja eigi lög á verk­fallsaðgerðir flug­um­ferðar­stjóra.

Aðspurður seg­ir Kristján Þór æski­leg­ast og eðli­leg­ast að rík­is­stjórn­in hafi for­göngu um svona laga­setn­ingu. „Hún er við stjórn­völ­in, en ef hún hef­ur ekki burði í sér til þess þá verður þetta að sjálf­sögðu að koma ann­ars staðar frá,“ seg­ir Kristján Þór og tek­ur fram að hann muni þá sjálf­ur leggja fram slíkt laga­frum­varp. 

Nefnd­ar­dag­ar eru hjá Alþingi út þessa viku og því kem­ur þing ekki sam­an fyrr en nk. mánu­dag. Að mati Kristjáns Þór væri full ástæða til þess að kalla þingið sam­an þegar á föstu­dag­inn til þess að ræða þetta mál. 

Seg­ir hann stöðuna sem upp sé kom­in vera fá­rán­lega, að stétt sem telja verði til há­launa­hóps grípi til skaðlegra verk­fallsaðgerða á sama tíma og at­vinnu­leysi fari vax­andi í þjóðfé­lag­inu og þeir sem séu á vinnu­markaði búa við miklu verri kjör en flug­um­ferðar­stjór­ar.

„Það eru al­manna­hags­mun­ir núna að at­vinnu­lífið í land­inu gangi vel og að al­menn­ing­ur í land­inu kom­ist sem best af. Og þá verða þeir hóp­ar þjóðfé­lags­ins sem eru einna best sett­ir launa- og af­komu­lega séð að sitja á sér með aðgerðir sem þess­ar,“  seg­ir Kristján Þór og gagn­rýn­ir að flug­um­ferðar­stjór­ar rök­styðji ríf­leg­ar launakröf­ur sín­ar með sam­an­b­urð við starfs­bræður sína er­lend­is. Bend­ir hann á að all­ar stétt­ir myndu koma illa út í slík­um sam­an­b­urði og að eðli­legra sé að miða laun sín við sam­bæri­lega starfs­hópa hér­lend­is.

 „Við erum líka að horfa til þess að verk­fallsaðgerðir í sam­göng­um, sér­stak­lega flugi, eru mjög viðkvæm­ar m.t.t. ferðaþjón­ust­unn­ar sem gef­ur okk­ur gjald­eyri sem er það fyr­ir­bæri í ver­öld­inni sem við Íslend­ing­ar þurf­um mest á að halda af efn­is­leg­um gæðum.  Mér með ólík­ind­um að svona aðgerðir skuli yfir höfuð vera stundaðar í þeirri stöðu sem ís­lensk þjóð stend­ur frammi fyr­ir í dag,“ seg­ir Kristján Þór. 

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlí­us­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka