Yfir 270 skjálftar í nótt

Markarfljót. Á myndinni sjást Eyjafjallajökull og Stóri-Dímon.
Markarfljót. Á myndinni sjást Eyjafjallajökull og Stóri-Dímon. www.mats.is

Ný jarðskjálftahrina var undir Eyjafjallajökli á milli klukkan 3:30 og 5:30 í nótt en alls hafa mælst á milli 270 og 280 skjálftar á þessu svæði frá miðnætti. Að sögn  Sigþrúðar Ármannsdóttur, landfræðings á Veðurstofu Íslands, eru skjálftarnir enn á sama dýpi og verið hefur, 7-10 kílómetrum.

Stærsti skjálftinn í nótt var 2,6 stig.

Jarðskjálftahrinan hófst fyrir viku síðan og ljóst að hún er ekki  um garð gengin.  Almannavarnir fylgjast náið með framvindunni og óvissustigi verður aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar ljóst er að þessi jarðskjálftahrina er afstaðin.

Af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert