Viðbúnaðarstigi ekki aflétt strax

rax

Virknin í Eyjafjallajökli var jöfn og stöðug í nótt og morgun og engar ákafar hrinur mældust þar, samkvæmt upplýsingum frá Sigurlaugu Hjaltadóttur, sérfræðings á jarðskjálftasviði Veðurstofu Íslands. Mældust um og yfir 300 skjálftar í nótt, sem er svipað og undanfarna daga.

Ólíklegt er að viðbúnaðarstigi verði aflétt á næstunni. Að minnsta kosti ekki á meðan hrinan er nánast stöðug. 

Almannavarnir fylgjast náið með framvindunni og óvissustigi verður aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar ljóst er að þessi jarðskjálftahrina er afstaðin.

Endurtekin kvikuinnskot hafa verið undir jöklinum allt frá árinu 1994 en undanfarið hefur skjálftavirkni farið vaxandi.

Öskufall og jökulhlaup

Verði gosið með svipuðum hætti og fyrir 189 árum þegar síðast gaus má búast við töluverðu öskufalli í sveitum og því nauðsynlegt að forða fé frá flúoreitrun auk þess sem ekki er hægt að útiloka hættu af hraunrennsli. Þar sem eldgosið yrði undir ís stafar þó mest hætta af jökulhlaupi. Í hættumati sem gefið var út árið 2005 fyrir ríkislögreglustjóra vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli kemur fram að gos á þessu svæði eru talin geta valdið jökulhlaupum með rennsli á bilinu 3.000-30.000 m³/s.

Viðvörunartími vegna eldgosa og hlaupa á svæðinu getur verið mjög stuttur en þar skiptir máli hvar upptök gossins eru. Í hættumatinu kemur fram að víðast hvar næðu hlaup fjallsrótum og byggð aðeins 15-30 mínútum eftir að gos hefst. Verði gos í norðvestanverðum Eyjafjallajökli gæti hlaup náð að varnargörðum við Fljótshlíð á 45-60 mín.


Af vef Veðurstofu Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka