Annað verkfall blasir við

Flugumferðarstjórar við eftirlitsstörf.
Flugumferðarstjórar við eftirlitsstörf.

Fundi var slitið í kjara­deilu flug­um­ferðar­stjóra og rík­is­ins nú laust eft­ir klukk­an 17 og hef­ur nýr fund­ur ekki verið boðaður. Flug­um­ferðar­stjór­ar hafa boðað verk­fall frá klukk­an 7 til 11 í fyrra­málið og kem­ur það því að öll­um lík­ind­um til fram­kvæmda.

Birk­ir Hólm Guðna­son, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir, sagði í dag að morg­undag­ur­inn yrði afar erfiður komi til verk­falls því enn sé verið að vinna upp taf­ir frá verk­fall­inu í gær. Þá sagði hann, að verk­fall flug­um­ferðar­stjóra geti haft áhrif á bók­an­ir fyr­ir sum­arið. Hann vildi ekk­ert tjá sig um þá skoðun, sem m.a. hef­ur komið fram hjá þing­mönn­um, að setja beri lög á verk­fallið.

Flug­vél­ar Ice­land Express til Kaup­manna­hafn­ar og London fara klukk­an 6:15 í loftið í fyrra­málið í staðinn fyr­ir 7. Hafa all­ir farþegar verið látn­ir vita og meðal þeirra er al­menn ánægja með þessa ákvörðun fé­lags­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Ice­land Express.

Full­trú­ar flug­virkja og Icelanda­ir voru einnig á fundi í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara í dag. Þeim fundi var slitið á fimmta tím­an­um en nýr fund­ur hef­ur verið boðaður á morg­un. Flug­virkj­ar hafa boðað til verk­falls hjá Iceslanda­ir 22. mars hafi ekki sam­ist fyr­ir þann tíma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert