Annað verkfall blasir við

Flugumferðarstjórar við eftirlitsstörf.
Flugumferðarstjórar við eftirlitsstörf.

Fundi var slitið í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins nú laust eftir klukkan 17 og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfall frá klukkan 7 til 11 í fyrramálið og kemur það því að öllum líkindum til framkvæmda.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, sagði í dag að morgundagurinn yrði afar erfiður komi til verkfalls því enn sé verið að vinna upp tafir frá verkfallinu í gær. Þá sagði hann, að verkfall flugumferðarstjóra geti haft áhrif á bókanir fyrir sumarið. Hann vildi ekkert tjá sig um þá skoðun, sem m.a. hefur komið fram hjá þingmönnum, að setja beri lög á verkfallið.

Flugvélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og London fara klukkan 6:15 í loftið í fyrramálið í staðinn fyrir 7. Hafa allir farþegar verið látnir vita og meðal þeirra er almenn ánægja með þessa ákvörðun félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Iceland Express.

Fulltrúar flugvirkja og Icelandair voru einnig á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Þeim fundi var slitið á fimmta tímanum en nýr fundur hefur verið boðaður á morgun. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls hjá Iceslandair 22. mars hafi ekki samist fyrir þann tíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka