Til greina kemur að setja bráðabirgðalög á verkfallið

Ríkisstjórnin íhugar lagasetningu á flugumferðarstjóra.
Ríkisstjórnin íhugar lagasetningu á flugumferðarstjóra. mbl.is/Brynjar Gauti

Þó svo leitað verði allra annarra leiða kemur vel til greina að setja bráðabirgðalög á verkfall flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ríkisstjórnin taka málið fyrir á aukafundi í dag, en það fékkst ekki staðfest í stjórnkerfinu í gærkvöldi.

Upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytis segir bráðabirgðalög ekki hafa verið formlega rædd innan ráðuneytisins, en fylgst sé grannt með gangi viðræðna

Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason, vill að leitað sé allra leiða áður, en hefur skilning á því ef stjórnvöld grípi til ráðstafana.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert