Flugumferðarstjórar aflýsa verkfalli

Kristján L. Möller segir fréttamönnum að búið sé að aflýsa …
Kristján L. Möller segir fréttamönnum að búið sé að aflýsa verkfalli flugumferðarstjóra á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði við fréttamenn í þinghúsinu í kvöld að formaður Félags flugumferðarstjóra hefði tilkynnt sér að búið væri að aflýsa boðuðum verkföllum sem átti að verða á morgun og mánudag og reynt verði þess í stað að ná samkomulagi við Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll.

Sáttafundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra var slitið í dag og nýr fundur ekki boðaður. Í kjölfarið kom ríkisstjórnin saman á fundi klukkan 18 og afgreiddi lagafrumvarp um að binda enda á verkfall flugumferðarstjóra. Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman í kjölfarið og hafði þingfundur verið boðaður klukkan 19:30 til að fjalla um frumvarpið.

Kristján sagði við mbl.is að frumvarp um að stöðva verkfallið hafi verið tilbúið. Hefði hann haft samband við Ottó Garðar Eiríksson, formann Félags flugumferðarstjóra og látið hann vita af því, og hefðu flugumferðarstjórar þá gripið það til bragðs, að aflýsa boðuðu verkfalli á föstudag og mánudag.

Kristján sagði að þingfundinum hefði nú einnig verið aflýst. Flugumferðarstjórar höfðu boðað verkfall frá klukkan 7 til 11 á morgun og aftur á mánudag, tækjust ekki samningar áður.  Samskonar verkföll hafa einnig verið boðuð 17. og 19. mars og þeim hefur ekki verið aflýst. 

Kristján sagðist vona, að ekki þyrfti að koma til lagasetningar í kjaradeilunni. 

Flugumferðarstjórar og flugvirkjar sátu á fundum í húsnæði ríkissáttasemjara ái …
Flugumferðarstjórar og flugvirkjar sátu á fundum í húsnæði ríkissáttasemjara ái dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert