Fréttaskýring: Friðlýsing Gjástykkis vopn gegn álveri?

Svört hraunbreiðan í Gjástykki, mest af hrauninu rann í gosum …
Svört hraunbreiðan í Gjástykki, mest af hrauninu rann í gosum á áttunda áratugnum og elfan fyllti víða gamlar sprungur og gjótur. Birkir Fanndal Haraldsson

Tals­menn Norðurþings eru ósátt­ir við að um­hverf­is­ráðherra skuli ætla að friðlýsa allt Gjástykki en ætl­un­in var að bora í til­rauna­skyni á um 2% hraun­breiðunn­ar til að rann­saka jarðvarmann.

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra og liðsmaður VG, hef­ur nú ákveðið að Gjástykki, yngsti hlut­inn af eld­stöðva­kerfi Kröflu, verði friðlýst svæði. Ljóst er að þá verða ekki stundaðar til­rauna­bor­an­ir til að kanna svæðið bet­ur. Jarðvarm­inn á svæðinu verður því ekki nýtt­ur til orku­fram­leiðslu, t.d. handa hugs­an­legu ál­veri á Bakka við Húsa­vík.

Talið er að um 40-50 mega­vatta orka gæti verið í Gjástykki eða um 10% af því sem þarf til að reka 250 þúsund tonna ál­ver. Von­ast er til að af­gang­inn megi fá úr Kröflu, Bjarn­ar­flagi, Þeistareykj­um og víðar. Ákvörðun ráðherra er hart gagn­rýnd af ráðamönn­um Norðurþings.

„Mér finnst eðli­legra að fyrst sé kannaður hug­ur heima­manna og land­eig­enda til þess að friðlýsa,“ seg­ir Gunn­laug­ur Stef­áns­son, formaður sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar. „Það verður mjög þungt fyr­ir ríkið að friðlýsa þetta svæði í and­stöðu við heima­menn.

Við erum ný­bú­in að samþykkja svæðaskipu­lag há­hita­svæðanna þar sem tekið er á vernd­un þessa svæðis. Öll sveit­ar­fé­lög­in hér á svæðinu eru sam­mála um að friða al­veg 98% af Gjástykki en rann­saka aðeins 2% til að kanna hvort það sé þess virði að virkja þar. Ég skil ekki hvers vegna verið er að rjúka núna fram með þess­um hætti.“ Fólki fækki stöðugt í Norðurþingi og stóriðja gæti verið liður í að stöðva þá þróun.

Reynt að stöðva ál­verið?

Fáir ef­ast um að sjón­ar­mið VG varðandi ál­ver og nýt­ingu Gjástykk­is séu í minni­hluta í héraðinu. Eini full­trúi VG í stjórn Norðurþings, Aðal­steinn Örn Snæþórs­son, seg­ir þó aðspurður að ein­ing ríki um stefnu ráðherra meðal flokks­manna á svæðinu. Afla verði orku á öðrum svæðum í héraðinu og hann er and­víg­ur ál­veri. Gjástykki sé hríf­andi svæði sem hafi verið vannýtt í ferðaþjón­ustu og jafn­vel þótt aðeins verði mann­virki á litl­um hluta þess sé búið að skemma það um of.

Pét­ur Snæ­björns­son, hót­el­stjóri í Reyni­hlíð við Mý­vatn, sér hins veg­ar ekk­ert að því að rann­saka svæðið bet­ur með til­rauna­bor­un­um, raskið vegna þeirra verði sára­lítið. Hann minn­ir á að vegna virkj­un­ar í Kröflu hafi verið lagður þar veg­ur og svæðið opn­ast ferðamönn­um. Sama yrði upp á ten­ingn­um í Gjástykki.

„Mér finnst að það sé verið að gefa öllu þekk­ing­ar­sam­fé­lag­inu svo­lítið kjafts­högg með þess­ari ákvörðun, verið að segja: við ætl­um ekk­ert að skoða þetta, bara loka. Sem stend­ur nýt­ist Gjástykki ferðaþjón­ust­unni ekki neitt. Leggja þarf góðan veg inn á svæðið og koma þar upp bíla­stæðum. Þetta er svo úfið hraun og erfitt að ferðast um það, þarna er eng­um fært nema fugl­in­um fljúg­andi á sumr­in,“ seg­ir Pét­ur.

Frá Gjástykki.
Frá Gjástykki.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert