Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýnir stjórnvöld og Alþingi harðlega fyrir aðgerðarleysi í kreppunni á aðalfundi samtakanna í dag. „Ef þið ætlum að bíða eftir þvi að Alþingi leysi öll okkar vandamál þá þurfum við að bíða lengi og sjálf tel ég að fyrr frjósi í Hel en það gerist," sagði Margrét meðal annars.
Hún sagði að vandamálin væru eru næg og algjör einfeldni að halda- að þeir 63 einstaklingar sem sitja á Alþingi, svo til hver einasti með afar takmarkaða þekkingu og reynslu af atvinnulífinu, komi þjóðinni upp úr núverandi kreppu.„Stjórnmálamenn ættu að eyða minni tíma i oft innihaldsrýrt karp í ræðustól og fjölmiðlum í þeim tilgangi að stimpla sig tímabundið inn í misskildum vinsældarkosningum...Og ef stjórnmálamenn gyrða sig ekki í brók fljótlega hlýtur þjóðin að gera kröfur um að þeir endurnýi umboð sitt, og í því ferli eiga margir þingmenn að fá falleinkunn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu," sagði Margrét meðal annars.