Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. mbl.is/RAX

Í samtali við Svenska Dagbladet gagnrýnir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sænska fjármálaráðherrann Anders Borg harðlega fyrir orð sem hinn síðarnefndi lét fyrr í vikunni falla um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave.

„Það sem Anders Borg segir er gróf afbökun á því sem þjóðaratkvæðagreiðslan snérist um. Ég hef áhyggjur af því að þetta virtur stjórnmálamaður skuli breiða út jafn mikinn misskilning,“ segir Össur í viðtali sem á vef Svenska Dagbladet í morgun.

Á blaðamannafundinum sagði Borg það ekki ganga að þjóðir komist með atkvæðagreiðslu undan því að standa við skuldbindingar sínar. Sagði hann jafnframt að sænsk stjórnvöld hefðu gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa Íslendingum.

„Það er Svía að meta hvort þeim finnist þeir hafa rækt skyldur sínar sem meðlimir í hinni norrænu stórfjölskyldu,“ hefur Svenska Dagbladet eftir Össuri.

Viðtalið við Össur.

Sænski fjármálaráðherrann Anders Borg.
Sænski fjármálaráðherrann Anders Borg. FRANCOIS LENOIR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert