Ísland til að læra af

Reuters

Ýmis­legt er líkt með Banda­ríkj­un­um og Íslandi, skrif­ar Paul Smal­era, blaðamaður Fortu­ne, í grein sem birt­ist á vefsíðu tíma­rits­ins. Báðar þjóðir hafa þurft að greiða reikn­ing­inn sem ör­fá­ir starfs­menn fjár­fest­inga­banka skildu eft­ir og munu þurfa að greiða enn meira.

Smal­era bend­ir þó á að ólíkt banda­ríska doll­arn­um hafi gengi ís­lensku krón­unn­ar hríðfallið, sem komi sér sér­stak­lega illa vegna mik­illa er­lendra skulda. Seg­ir hann Banda­ríkja­menn í þeim efn­um búa að því, að ýms­ir aðrir - svo sem Kín­verj­ar - hafi hag af því að halda gengi doll­ars uppi, þótt vissu­lega hafi doll­ar­inn eitt­hvað veikst.

Þá bend­ir hann á að ólíkt því sem tíðkast í banda­rískri lýðræðis­hefð, fengu Íslend­ing­ar tæki­færi til að segja mein­ingu sína á aðgerðum rík­is­ins til að dæla skatt­fé í að greiða skuld­ir fjár­festa.

End­ar hann grein­ina á segja að nú verði menn að hætta að líta á stöðu Íslands sem hvim­leiða neðan­máls­grein í fjár­málakreppu heims­ins, og þess í stað líta til henn­ar sem leiðsögn um það sem kunni að bíða ann­ara þjóða.

Grein­ina má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert