Ísland til að læra af

Reuters

Ýmislegt er líkt með Bandaríkjunum og Íslandi, skrifar Paul Smalera, blaðamaður Fortune, í grein sem birtist á vefsíðu tímaritsins. Báðar þjóðir hafa þurft að greiða reikninginn sem örfáir starfsmenn fjárfestingabanka skildu eftir og munu þurfa að greiða enn meira.

Smalera bendir þó á að ólíkt bandaríska dollarnum hafi gengi íslensku krónunnar hríðfallið, sem komi sér sérstaklega illa vegna mikilla erlendra skulda. Segir hann Bandaríkjamenn í þeim efnum búa að því, að ýmsir aðrir - svo sem Kínverjar - hafi hag af því að halda gengi dollars uppi, þótt vissulega hafi dollarinn eitthvað veikst.

Þá bendir hann á að ólíkt því sem tíðkast í bandarískri lýðræðishefð, fengu Íslendingar tækifæri til að segja meiningu sína á aðgerðum ríkisins til að dæla skattfé í að greiða skuldir fjárfesta.

Endar hann greinina á segja að nú verði menn að hætta að líta á stöðu Íslands sem hvimleiða neðanmálsgrein í fjármálakreppu heimsins, og þess í stað líta til hennar sem leiðsögn um það sem kunni að bíða annara þjóða.

Greinina má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert