Fæðingar á Íslandi á síðasta ári voru alls 4.939 og fjöldi barna var 5.014, þar af 4.993 lifandi fædd, samkvæmt Fæðingaskrá og er það svipaður fjöldi fæðinga og verið hefur síðustu árin. Árið 2008 fæddust 4846 lifandi börn á Íslandi.
Flestar fæðingar voru á Landspítala-háskólasjúkrahúsi eða um 70% en næst flestar á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða um 10% fæðinga. Heimafæðingar voru 89.
Fæðingatíðni byggir á tvennu, annars vegar fjölda kvenna á barneignaraldri og hins vegar á földa barna, sem hver kona eignast á ævinni. Frjósemi og fjölgunarhlutfall kvenna hér á landi hefur lækkað um helming frá því um 1960 þegar það var hvað hæst. Þá eignaðist hver kona að meðaltali fjögur börn á ævinni en árið 2008 var talan komin í 2,1, samkvæmt því sem fram kemur á vef landlæknisembættisins.