Lög á verkfall undirbúin

Verið er að undirbúa að segja lög til að binda …
Verið er að undirbúa að segja lög til að binda enda á kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins. Brynjar Gauti

Ríkisstjórnin kom til fundar klukkan 18 í kvöld og er búist við að þar verði fjallað um lagafrumvarp til að stöðva verkfall flugumferðarstjóra. Alþingi hefur einnig verið boðað til fundar klukkan 19:30, væntanlega til að fjalla um frumvarpið. Áður munu þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman. 

Sáttafundi í kjaradeilunni var slitið nú síðdegis og nýr fundur var ekki boðaður. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfall í fyrramálið frá klukkan 7-11. Slíkt verkfall kom til framkvæmda í gær og hafði mikið áhrif á áætlun Icelandair. 

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er öllum áformum um að stjórnvöld grípi inn í vinnudeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll með því að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra.

„Verkfallsréttur launafólks eru grundvallarréttindi og inngrip stjórnvalda með lagasetningu eins og nú er til umræðu er ólýðræðisleg valdbeiting," segir m.a. í ályktuninni.

Flugvirkjar og flugumferðarstjórar voru á sáttafundum í dag.
Flugvirkjar og flugumferðarstjórar voru á sáttafundum í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert