Mótmæla innheimtuaðferðum fjármögnunarfyrirtækja

Samtök lánþega krefjast aðgerða sem vernda launþega gagnvart skuldheimtum fjármögnunarfyrirtækja.
Samtök lánþega krefjast aðgerða sem vernda launþega gagnvart skuldheimtum fjármögnunarfyrirtækja. mbl.is/Golli

Sam­tök lánþega mót­mæla þeim aðferðum sem fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki beita nú til að inn­heimta geng­is­tryggða lána­samn­inga sem ekki fá staðist lög. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu sem sam­tök­in sendu frá sér í kvöld. Vilja Sam­tök lánþega af því til­efni beina því til stjórn­valda að taka með sam­bæri­leg­um hætti á fyr­ir­tækj­um „sem hvorki láta segj­ast af sett­um lög­um né dóma­for­dæmi, eins og sak­laus­um launþegum sem berj­ast með lög­leg­um hætti fyr­ir bættri lífsaf­komu,“ að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.


„Sam­tök lánþega krefjast nú þegar aðgerða sem vernda al­menna borg­ara þessa lands gagn­vart skuld­heimtu­mönn­um fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækja. Sam­tök­in benda á að gríðarleg­ir hags­mun­ir eru í húfi fyr­ir lánþega, en ljóst má vera að staðfesti Hæstirétt­ur þá túlk­un að geng­is­tryggð lán stand­ist ekki lög, munu fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in fara í þrot hvert af öðru.


Með gjaldþroti fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækja minnka mögu­leik­ar lánþega á að ná fram rétti sín­um til muna og nán­ast ör­uggt má telja að lánþegar muni þá tapa veru­leg­um fjár­hæðum sem of­greidd­ar hafa verið inn í þessi deyj­andi fyr­ir­tæki.


Því er brýnt að stjórn­völd grípi þegar í taum­ana og setji lög sem sporna gegn því gengd­ar­lausa órétt­læti sem lánþegar eru beitt­ir af fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Stjórn­völd hafa nú sýnt, með hót­un um aðgerðir gegn flug­um­ferðastjór­um, að kjark­ur virðist vera til staðar. Því krefjast Sam­tök lánþega að taf­ar­laust verði sett lög sem vernda hags­muni fjöld­ans gagn­vart yf­ir­gangi fárra aðila og sýni með því nauðsyn­leg­an kjark til að velja rétt frá röngu og standa þeim meg­in við girðing­una sem upp­bygg­ing­in hefst.“


Er til­efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar sagður vera fjöldi sím­tala og tölvu­pósta frá áhyggju­full­um lánþegum. Í sam­töl­um við þá hafi komið fram kvart­an­ir vegna fram­ferðis Lýs­ing­ar hf. sem þrátt fyr­ir dóm gegn ákveðnum samn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins, hafi haldið áfram að inn­heimta á grund­velli hinna ný­lega dæmdu ólög­legu samn­inga.


„Sam­tök lánþega vilja því benda á að þrátt fyr­ir að dómi hafi verið áfrýjað, þá hafi dóm­stóll kveðið upp dóm sem ekki hef­ur verið hrak­in. Því beri lög­um sam­kvæmt að túlka óljós samn­ings­ákvæði lánþega í vil sam­an­ber b. lið 36. gr. samn­ingalaga nr. 7/​1936. Sú skylda hlýt­ur því að hvíla á stjórn­völd­um að koma al­menn­um lánþegum til varn­ar í bar­áttu sinni gegn ólög­mæt­um inn­heimt­um. Að öðrum kosti er ekki hægt að líta öðru­vísi á en að hér séu stjórn­völd að líða þjófnaðinn vegna velþókn­un­ar á þeim sem stel­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert