Námskeið fyrir ungt atvinnulaust fólk

Oddný Sturludóttir, formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, Hanna …
Oddný Sturludóttir, formaður atvinnumálahóps Reykjavíkurborgar, Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, og Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, und­ir­rituðu í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf rík­is og borg­ar um nám­skeið fyr­ir ungt at­vinnu­laust fólk á aldr­in­um 16 til 24 ára.

Sam­starfið bygg­ir á áhersl­um Reykja­vík­ur­borg­ar í at­vinnu­mál­um ungs fólks og stefnu ráðuneyt­is­ins um „ungt fólk til at­hafna.“ Mark­mið nám­skeiðanna er að stuðla að auk­inni virkni ungs fólks án at­vinnu í borg­inni, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

Íþrótta- og tóm­stunda­svið, Vinnu­mála­stofn­un og þjón­ustumiðstöðvar skipu­leggja nám­skeiðin í sam­ráði við Rauða kross Íslands og aðra sam­starfsaðila í ein­stök­um hverf­um.

Ný­leg könn­un rann­sóknamiðstöðvar­inn­ar Rann­sókn­ar og grein­ing­ar ehf. í sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg, mennta­málaráðuneytið og Há­skól­ann í Reykja­vík leiðir í ljós nei­kvæðar af­leiðing­ar at­vinnu­leys­is á ungt fólk. Reynsla annarra þjóða hef­ur enn­frem­ur sýnt fram á að ungt fólk í hópi at­vinnu­lausra á frek­ar en fólk í öðrum ald­urs­hóp­um á hættu að hafna var­an­lega utan al­menns vinnu­markaðar. Nám­skeiðin eru liður í því að sporna gegn þess­ari þróun.

Nám­skeiðin eru til­rauna­verk­efni og verður ár­ang­ur þeirra met­inn með reglu­legu milli­bili á fram­kvæmda­tím­an­um sem er eitt ár. Fyrsta nám­skeiðið verður haldið í Breiðholti en þar eru á þriðja hundrað manns í þess­um ald­urs­hópi án at­vinnu, seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu frá þeim sem komu að sam­komu­lag­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert