Ósammála um lán til Íslands

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. RONEN ZVULUN

Noregur er eitt Norðurlanda um að vilja veita Ísland áframhaldandi lánafyrirgreiðslu áður en gengið hefur verið frá Icesave málinu. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í dag kom ágreiningurinn vel í ljóst að því að er norska blaðið Aftenposten, hefur eftir norska utanríkisráðherranum. 

Fyrir fundinn hafði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, sagt að Noregur legðist ekki gegn áframhaldandi lánveitingum í tengslum við efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo framarlega sem ljóst væri að Ísland uppfyllti skilyrði sem þar eru sett. 

Hann sagði ráðherrana hafa rætt stuttlega um afstöðu Norðurlandanna á fundinum og að þau hefðu ekki sömu skoðun og Noregur á því að lánveitingar héldu áfram með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þrátt fyrir Icesave. Slík afstaða væri í samræmi við það sem ákveðið hefði verið á þingi í Danmörku og Svíþjóð, enda kæmi það fram í viðhorfi sem ráðherrar landanna hefðu lýst til Icesave-málsins.

Støre sagðist hafa ítrekað, að af Noregs hálfu væri mikilvægt að Ísland uppfyllti sínar alþjóðlegu skuldbindingar líkt og tekið væri fram í lánasamningnum og að það fylgdi eftir efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þá segist  Støre hafa hvatt til þess að Norðurlöndin reyndu að samræma afstöðu sína í þessu máli. 

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafi á fundinum gert ítarlega grein fyrir stöðunni í Icesave-málinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um liðna helgi og stöðu viðræðna Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þá hafi hann rætt efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lagti á það áherslu að ekki yrðu tafir á annarri endurskoðun áætlunarinnar og þar með lánveitingum Norðurlandanna sem hluta hennar.

Össur átti einnig fund með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur, í Kaupmannahöfn í dag þar sem Icesave-málið var meðal annars til umræðu. Segir utanríkisráðuneytið að Espersen hafi lýst yfir ríkum skilningi á sjónarmiðum Íslands og sagt að hún vonaðist eftir samkomulagi í málinu sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka