„Við stefnum að því að hjálpa Íslandi að koma efnahagslífinu af stað aftur, svo Ísland geti byrjað upp á nýtt,“ er haft eftir Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur hjá dönsku Ritzau fréttastofunni eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.
Norðurlöndin eru tilbúin til þess að hjálpa Íslandi útúr fjármálakreppunni en hins vegar er mikilvægt að komist verði að samkomulagi um endurgreiðslu til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Þetta segir danski viðskiptavefurinn Börsen meginniðurstöðu fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag. Eins og fram hefur komið séu Norðmenn séu hins vegar tilbúin til aðstoðar óháð samkomulagi um Icesave.