Slysavarnafélagið Landsbjörg verðlaunað

Björgunarsveitamenn á æfingu.
Björgunarsveitamenn á æfingu. Ljósmynd/Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk í dag Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, sem veitt voru í fimmta skipti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í Þjóðmenningarhúsinu. 

Fram kemur í tilkynningu að Slysavarnafélagið Landsbjörg fái verðlaunin fyrir óeigingjarnt björgunarstarf sem byggir á framlagi sjálfboðaliða og fer fram bæði hér heima og erlendis. Verðlaunaupphæðin er 1 milljón króna. 

Þá fékk  Jón Böðvarsson sérstök heiðursverðlaun fyrir að miðla Íslendingasögunum til þúsunda Íslendinga, bæði sem framhaldsskólakennari og síðar á fjölsóttum námskeiðum í Endurmenntun Háskólans.

Einnig fengu André Bachmann, Gauraflokkurinn í Vatnaskógi og Hugarafl sérstakar viðurkenningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert