Mannvirkjagerð á Íslandi hefur dregist saman um tvo þriðju hluta á sl. tveimur árum og er það mesti og hraðasti samdráttur sem orðið hefur í einni einstakri atvinnugrein.
Þetta kom fram í ræðu Jóns Steindórs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á 14. Útboðsþingi sem efnt var til á Grand hótel í gær.
Að sögn Árna Jóhannssonar, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, er gert ráð fyrir 52 milljörðum kr. í verklegar framkvæmdir opinberra aðila á þessu ári, sem er svipað og í fyrra. „En krónan er náttúrulega orðin minna virði,“ segir hann og kveður útlitið svart hjá verktökum.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.