Helgi Hjörvar alþingismaður úr röðum Samfylkingar vill ekki gefa upp afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta laugardag.
„Eins og mér skilst raunar að hafi réttilega komið fram hjá ykkur í [fyrradag] og í [gær], þá er ég í hópi þeirra sem vildu ekki svara spurningum ykkar um þetta efni,“ ritar hann í tölvupósti. Helgi var sá eini sem hafði ekki svarað fyrirspurninni.
Helgi er því meðal fimm þingmanna stjórnarflokkanna sem ekki gefa upp hvort þeir greiddu atkvæði eða hvernig.