Bandalag háskólamanna (BHM) lýsir andstöðu við inngrip af hálfu hins opinbera í kjaradeilur á formi lagasetningar, eins og til stóð að gera í deilu flugumferðastjóra við viðsemjendur sína í gær, 11. mars.
Aðild BHM að stöðugleikasáttmála byggir á þeim forsendum að ekki verði gripið til lagasetninga eða stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga.
BHM þykir staða kjaramála undanfarin ár umhugsunarverð, þar sem sýnt þykir að verkfallsvopnið er oft eina haldreipi stéttarfélaga til að ná fram kröfumálum sínum, að því er segir í tilkynningu frá BHM.