Gullkarfi eða djúpkarfi

Á heimasíðu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins er birt svar við aug­lýs­ingu frá Guðmundi Run­ólfs­syni hf í Grund­arf­irði, sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í fyrra­dag und­ir fyr­ir­sögn­inni "sveiatt­an". Þar kom fram að fyr­ir­tækið hef­ur sér­hæft sig í veiðum á gull­karfa, en ekk­ert veitt af djúpkarfa.

Verði frum­varp um breyt­ingu á  út­hlut­un afla­marks í karfa að lög­um verður afla­marki út­hlutað í hvor­um stofni fyr­ir sig. Í svar­inu er það sér­stak­lega áréttað að sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lögu verður  ráðherra veitt heim­ild til að setja reglu­gerð um nán­ari út­færslu á reikni­grunni og út­hlut­un afla­hlut­deild­ar á grund­velli hans til þess að unnt verði að skoða sér­stök til­vik sem upp kunna að koma við skipt­ing­una.

Guðmund­ur Smári Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Guðmund­ar Run­ólfs­son­ar hf, sagði í Morg­un­blaðinu í dag að miða hefði átt við aflareynslu, því hún væri þekkt í hvorri teg­und um sig frá síðustu alda­mót­um. Í svari ráðuneyt­is­ins  að ekki sé eins ein­falt og það virðist að horfa til aflareynslu síðastliðinna þriggja ára.

Nefnd eru atriði sem einkum skapi  vanda við út­hlut­un, byggða á veiðireynslu:

1. Flutn­ing­ur afla­marks og afla­hlut­deilda á síðustu árum milli skipa geta valdið því að út­hlut­un byggð á veiðireynslu sl. þrú ár, væri mjög fjarri því að vera í sam­ræmi við nýt­ing­ar­mögu­leika þess skips sem nú væri út­hlutað veiðiheim­ild­um.

2. Skipt­ing á grunni veiðireynslu yrði að byggja á gögn­um, sem því miður í þessu til­viki eru óná­kvæm og nær ónot­hæf sem grund­völl­ur út­hlut­un­ar að mati sér­fræðinga. Hún væri byggð á lönd­un­ar­gögn­um, sem eru víða óná­kvæm því teg­und­un­um hef­ur verið stjórnað sem einni ein­ingu og sjálfsagt víða virst lít­ill til­gang­ur að halda vel utan um hana í hinu dag­lega amstri.

Skipt­ing­in þyrfti síðan helst að byggja á grunn­velli upp­lýs­inga úr sýna­töku frá veiðisvæðum og skrán­ingu í afla­dag­bæk­ur. Þó þess­ar skrán­ing­ar gefi nokkuð áreiðan­leg­ar niður­stöður út frá vís­ind­legu sjón­ar­miði, þá er breyti­leiki í ná­kvæmni færslna milli ein­stakra skipa því miður alltof mik­ill.

 Í svari ráðuneyt­is­ins seg­ir: „Ráðuneyt­inu var hins veg­ar vel kunn­ug­ur sá vandi sem af jafnri skipt­ingu myndi leiða og kynnti hann sér­stak­lega fyr­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is þegar hún fékk frum­varpið til meðferðar. Í kjöl­far þess bauð nefnd­in for­svars­manni fyr­ir­tæk­is­ins „Guðmund­ur Run­ólfs­son hf.” sér­stak­lega að mæta á fund nefnd­ar­inn­ar og út­skýra sitt mál.

Enn var því á ný reynt að koma til móts við þann aðila sem aug­ljós­ast var að yrði mjög óánægður með þá skipt­ingu sem lögð var til í frum­varp­inu. Að hálfu nefnd­ar­inn­ar, með aðstoð ráðuneyt­is­ins, var lögð mik­il vinna í þetta mál. Voru hags­munaaðilar og eft­ir­lits­stofn­an­ir kvadd­ar til á nýj­an leik til að fara yfir málið. "

Loka­orðin í svari  ráðuneyt­is­ins eru þessi: „Það verður að telj­ast nokkuð óvenju­legt að málsaðilar beiti fyr­ir sig heilsíðuaug­lýs­ing­um í dag­blöðum til að leggja áherslu á sitt mál, sér­stak­lega í ljósi þeirr­ar for­sögu sem hér hef­ur verið rak­in og vegna þess mikla sam­ráðs og vinnu sem stjórn­völd hafa lagt fram í mál­inu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert