Jarðskjálfti við Bárðarbungu

Jarðskjálfti upp á 3,3 - 3,5 varð við Bárðarbungu á …
Jarðskjálfti upp á 3,3 - 3,5 varð við Bárðarbungu á Vatnajökli í dag. mbl.is

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 – 3,5 stig á á richter varð um fimm kílómetra norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Skjálftinn við Bárðarbungu tengist ekki skjálftum undir Eyjafjallajökli sem þar hafa skekið jörð að undanförnu, enda um aðra eldstöð að ræða sem er undir Vatnajökli.

Samkæmt Sigurlaugu Hjaltadóttur, sérfræðingi á jarðskjálftasviði Veðurstofu Íslands hefur mælst aukin skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu  á þessu ári. Í febrúar varð þar skjálfti upp á 4 stig sem er einn sá stærsti sem þar hefur mælst síðan árið 2002.

Þá segir Sigurlaug skjálftavirkni við Eyjafjallajökul áfram stöðuga og jafna. Í dag mældust þar nokkrir skjálftar yfir 2,5 á richter en stærsti skjálftinn til þessa mældist í gær og var um 3,4 á richter skalanum.

Almannavarnir fylgjast enn náið með framvindu við Eyjafjallajökul og verður óvissuástandi aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar fyrirséð verður að þessi jarðskjálftahrina er yfirstaðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert